Niðurstöður

  • Karítas Hrundar Pálsdóttir

Dagatal

Sögur á einföldu máli

Dagatal geymir níutíu og eina sögu á einföldu máli. Í stuttum og aðgengilegum frásögnum er dregin upp mynd af íslenskum veruleika allt árið um kring. Dagatal er sjálfstætt framhald af Árstíðum sem hefur notið mikilla vinsælda. Bókin nýtist jafnt til kennslu og yndislestrar.