Niðurstöður

  • Karl Sigurbjörnsson

Jack

Jack er týndi sonur Johns Ames, prestsins í smábænum Gilead. Ástir takast með honum og kennaranum Dellu Miles sem er líka prestsdóttir. En fagurt samband þeirra er þyrnum stráð. Della er svört á hörund og aðskilnaður kynþáttanna er þá enn ríkjandi víða í Bandaríkjunum. Mögnuð skáldsaga um ást og átök, trú og siðgæði, illsku og hugrekki, vanmátt og von.

Orð í gleði

Þessi vinsæla bók kemur loks í nýrri útgáfu. Hún er mörgum hjartfólgið veganesti út í amstur dagsins. Hún flytur jafnt glettin orð og alvörufull sem ylja og kæta. Örsögur og íhuganir, myndbrot, ljóð og spekiorð, bænir sem styrkja og næra.