Höfundur: Lee Child

Útvörðurinn

Jack Reacher kemur í veg fyrir mannrán í smábæ í Tennessee-fylki. Tölvukerfi bæjarins liggur niðri eftir gagnaárás og maðurinn sem Reacher bjargaði reynist hafa verið upplýsingatæknistjóri í plássinu. En hvers vegna eru allir þessir rússnesku glæponar á höttunum eftir óbreyttri tölvublók? Þetta er tuttugasta og fimmta bókin um töffarann Reacher.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Dauðahliðið Lee Child Forlagið - JPV útgáfa Þegar harðnaglinn Reacher sér hring í glugga veðlánarabúðar í Wisconsin ákveður hann að leita uppi konuna sem átti hann og komast að því af hverju hún lét hann af hendi. Þar með hefst örlagarík ferð sem leiðir hann um rykuga vegi Miðvesturríkjanna og niðurnídd þorp á heimsenda þar sem allir eiga leyndarmál og spurningum er illa tekið.
Hundaheppni Lee Child Forlagið - JPV útgáfa Jack Reacher kynnist eldri hjónum sem eru lent í klónum á okurlánara. Þar sem okkar maður er ávallt reiðubúinn að taka bófa í bakaríið, býður hann fram aðstoð sína. Og áður en langt um líður er hann búinn að egna upp bæði úkraínsku og albönsku mafíuna í plássinu – með verulega blóðugum afleiðingum.
Liðin tíð Lee Child Forlagið - JPV útgáfa Jack Reacher er á leið til Kaliforníu þegar hann kemur auga á skilti með nafninu Laconia – sem er heimabær föður hans. En þegar hann fer að grafast fyrir um fólkið sitt er fátt um svör. Á sama tíma er ungt par á ferðalagi frá Kanada til New York. Þegar bíllinn þeirra bilar finna þau mótel úti í auðninni en þar er ekki allt eins og það á að vera.