Þar sem villtu blómin vaxa
Maya Björk virðist hafa allt sem nokkur gæti óskað sér. Mikilvæga stöðu í farsælu sprotafyrirtæki, unnusta sem hún hefur elskað síðan á námsárunum og líf í miðbæ Stokkhólms sem flestir gætu bara látið sig dreyma um. En á einu sekúndubroti er þetta allt tekið frá henni.