Höfundur: Urður Snædal

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Andardráttur Forn list endurvakin James Nestor Sögur útgáfa Öndun er mikilvægasti þáttur heilsu okkar en þó höfum við tapað hæfileikanum að anda rétt. Blaðamaðurinn James Nestor sýnir okkur að smávægilegar breytingar á öndun geta lengt lífið, eflt þrek og þol, endurnært líffærin og komið í veg fyrir hrotur, astma og ýmsa sjúkdóma. Metsölubók New York Times og Sunday Times. Bók ársins hjá Washingt...
Ást og hatur Ellu Maise Ella Maise Storytel Original Bækurnar Að hata Adam Connor og Að Elska Jason Thorne hafa fangað hjörtu lesenda með rómantískum og lostafullum lýsingum. Í þessum sjóðheitu Booktok bombum er kímni, þrá og kynlífi blandað saman á krassandi hátt sem kveikir í lesendum og heldur þeim límdum við sögurnar.
Norrænar goðsagnir Neil Gaiman Benedikt bókaútgáfa Goðin í Ásgarði eru ekki fullkomin frekar en mannfólkið. Hér er sagt frá afrekum þeirra og uppátækjum, dáðum og djörfung en einnig lygum og undirferli. Fantasíuhöfundurinn Neil Gaiman er trúr sögunum sem við þekkjum, af Óðni hinum vitra, þrumuguðinum Þór, hinum viðsjárverða Loka, en færir goðin nær lesandanum.
Vöffluhúsið í fjöllunum Karin Härjegård Sögur útgáfa Helena er önnum kafin við að undirbúa afmæliskvöldverð fyrir Martin eiginmann sinn þegar síminn hringir. Það er samstarfskona hennar sem segist hafa átt í ástarsambandi við Martin. Sambandið er búið en ástkonunni finnst að Helena eigi að vita um framhjáhaldið. Heimur Helenu hrynur og til að losna úr brakinu flytur hún burt úr bænum.
Það sem við komumst ekki yfir Lucy Score Bókafélagið Það sem við komumst ekki yfir er spennandi rómantísk saga sem slegið hefur í gegn víða um heim. Lucy Score er í hópi vinsælustu höfunda heims um þessar mundir.