Höfundur: Ólafur Jóhann Ólafsson

Snjór í paradís

Meginstef þessarar áhrifamiklu bókar eru nánustu sambönd fólks; hjóna, foreldra og barna, elskhuga og vina; og hvernig hið leyndasta í lífi sérhvers manns, það sem hugur einn veit, getur breytt öllu komi það upp á yfirborðið. Snjór í paradís er mögnuð bók um ást og von, blekkingu og afhjúpun, hliðarspor og heiðarleika.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Játning Ólafur Jóhann Ólafsson Veröld Tveir íslenskir námsmenn, Elísabet og Benedikt, kynnast í Leipzig skömmu fyrir hrun múrsins. Þau fella hugi saman en líf þeirra tekur óvænta stefnu þegar yfirvöld fara að sýna þeim áhuga. Áratugum síðar neyðist Elísabet skyndilega til að minnast þessara löngu liðnu daga sem hún vill síst af öllu rifja upp.
Snerting Ólafur Jóhann Ólafsson Veröld Kristófer leggur af stað í ferð yfir þveran hnöttinn á tímum veirunnar til að hitta konu sem han kynntist 50 árum fyrr en hvarf skyndilega úr lífi hans. Og um leið heldur hann á vit minninga um ástir, leynd og eftirsjá eftir því sem hefði getað orðið. Bókin var söluhæsta bók ársins 2020.