Höfundur: Pálmi Jónasson

Að deyja frá betri heimi

Ævisaga Jónasar Kristjánssonar læknis

Jónas Kristjánsson ákvað að gerast læknir þegar móðir hans dó frá átta börnum í torfbæ í Svínadal árið 1881. Þá var hann 11 ára að aldri. Faðir hans lést nokkru síðar og fjölskyldan var leyst upp. Jónas barðist til mennta og útskrifaðist sem læknir um aldamótin. Fáir ef nokkrir hafa barist eins ötullega fyrir bættu heilbrigði þjóðarinnar en Jónas.