Vísindalæsi 6 Miklihvellur
Mögnuð léttlestrarbók úr hinum vinsæla Vísindalæsisflokki. Hér ferðast Stjörnu-Sævar um tíma og rúm, heimsækir misfurðulega fræðimenn og reynir með aðstoð töfratækja vísindanna (og af meðfæddri forvitni) að afhjúpa dýpstu leyndardóma alheimsins. Bókin er prýdd fjölmörgum ótrúlega flottum litmyndum Elíasar Rúna.