Höfundur: Sævar Helgi Bragason

Vísindalæsi ÚPS! Mistök sem breyttu heiminum

Öll gerum við mistök. En í stað þess að svekkja okkur á því ættum við frekar að opna þessa bók og lesa okkur til um alls konar fólk sem gerði mistök sem leiddu til stórkostlegra hluta. Björguðu jafnvel mannslífum. Eða færðu okkur popp. Þriðja léttlestrarbókin í Vísindalæsisflokknum – með frábærum litmyndum Elíasar Rúna á hverri opnu.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Aha! Sigyn Blöndal og Sævar Helgi Bragason Storytel Hér bregða Sigyn Blöndal og Sævar Helga Bragason enn og aftur á leik og velta upp hinum ýmsu spurningum sem brenna á okkur. Hvert fer eiginlega kúkurinn? Og er mamma þín kannski geimvera? Í hljóðseríunni Aha! er gerð tilraun til að svara þessum og fleiri spurningum. Á leiðinni kemur reyndar líka margt í ljós sem alls enginn spurði að.
Framtíð mannkyns Michio Kaku Ugla Í þessari bók er fjallað um sögu geimkönnunar í ljósi endurvakins áhuga á geimferðum nú þegar stórveldi jafnt sem auðjöfrar hafa sett stefnuna á Mars. Í líflegri frásögn sinni skírskotar Kaku m.a. til skáldverka frá gullöld vísindaskáldskapar sem endurspeglað hafa framtíðarsýn mannsins og sýnir hvernig ný tækni hefur gert raunhæft það sem áður þ...
Vísindalæsi Sólkerfið Sævar Helgi Bragason Forlagið - JPV útgáfa Komdu með Stjörnu-Sævari í ferðalag um sólkerfið okkar. Bráðskemmtileg léttlestrarbók sem vökvar, örvar og eflir vísindalæsi krakka frá sex ára aldri. Bókin er prýdd fjölmörgum litmyndum af furðum og töfrum himingeimsins. Sólkerfið er tilvalin fyrir forvitna og fróðleiksfúsa krakka sem vilja æfa sig í lestri.
Vísindalæsi Umhverfið Sævar Helgi Bragason Forlagið - JPV útgáfa Mannkynið hefur breytt umhverfinu meira en nokkur önnur dýrategund. Hér segir af fólki sem gerði stórar uppgötvanir sem leiddu til lausna í umhverfismálum og bættu lífið á Jörðinni. Skemmtileg og hvetjandi léttlestrarbók í nýjum bókaflokki sem eflir vísindalæsi forvitinna krakka frá sex ára aldri. Bókin er prýdd fjölmörgum fjörlegum litmyndum.
Vísindalæsi ÚPS! Mistök sem breyttu heiminum Sævar Helgi Bragason Forlagið - JPV útgáfa Öll gerum við mistök. En í stað þess að svekkja okkur á því ættum við frekar að opna þessa bók og lesa okkur til um alls konar fólk sem gerði mistök sem leiddu til stórkostlegra hluta. Björguðu jafnvel mannslífum. Eða færðu okkur popp. Þriðja léttlestrarbókin í Vísindalæsisflokknum – með frábærum litmyndum Elíasar Rúna á hverri opnu.