Höfundur: Sigmundur B. Þorgeirsson

VeikindaDagur

Þetta byrjaði þegar ég gleymdi að taka lyfin. Fimm dögum síðar ligg ég í líkhúsinu ... dáinn og stjarfur á köldu stálborðinu. Dagur er eitthvað svo ólíkur sjálfum sér, með botnlausa matarlyst, dynjandi höfuðverk, gloppur í minninu og óteljandi spurningar. Hvað varð eiginlega um Breka? Af hverju er auga í klósettinu? Á hann kannski séns í Ylfu Dögg?

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Bál tímans Örlagasaga Möðruvalla­bókar í sjö hundruð ár Arndís Þórarinsdóttir Forlagið - Mál og menning Ofan í læstri hvelfingu í Reykjavík eru varðveitt ómetanleg skinnhandrit sem voru skrifuð fyrir mörg hundruð árum. Eitt þeirra er Möðruvallabók. Hér segir hún sögu sína þar sem við sögu koma hetjur og skúrkar Íslandssögunnar og hvernig hún slapp aftur og aftur naumlega frá báli tímans. Bók sem öll fjölskyldan getur notið saman.
Hringavitleysa Sigurrós Jóna Oddsdóttir Bókabeitan Af hverju í ósköpunum hafði Fjóla samþykkt að taka þátt í þessari vitleysu? Nú var hún á harðahlaupum, með heimska belju og meðvitundarlausan kóngsson í eftirdragi og tvær ófrýnilegar tröllskessur á hælunum. Þetta var algjörlega út í hött og alls ekki það sem hún hafði ætlað sér þegar hún mætti í skólann um morguninn.
Ferðin á heimsenda Illfyglið Sigrún Elíasdóttir Forlagið - JPV útgáfa Húgó og Alex eru búin að týna hvort öðru en halda þrátt fyrir það áfram leitinni að síðustu steinstyttunni. Á meðan þau kljást við úrillan dreka, blóðþyrsta drottningu og allt of kurteist skrímsli sveimar Illfyglið yfir og veit að brátt mun tími þess renna upp. Þetta er lokabindið í bráðfyndnum fantasíuþríleik fyrir 8–12 ára lesendur.