Höfundur: Sigrún Pálsdóttir

Blái pardusinn: hljóðbók

Dramatísk gamansaga um hlustun og athygli, sagnfræði og skáldskap. Streymisveita hefur gefið út hljóðbók sem er innblásin af ævintýrum íslenskrar konu í Evrópu í síðari heimsstyrjöld. Hér segir frá þremur hlustendum og baráttu þeirra við að halda þræði í frásögninni sem fer um víðan völl svo erfitt er að henda reiður á hvað er skáldað og hvað ekki.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Dyngja Sigrún Pálsdóttir Forlagið - JPV útgáfa Dyngja segir frá ungum flugmanni sem gerist flugfreyja árið 1971. Að baki þeirri ákvörðun býr undraverð saga sem hefst um miðbik 20. aldar, við rætur Ódáðahrauns, en teygir sig smám saman lengra inn í landið, þaðan út í geim og að lokum til tunglsins. Sigrún Pálsdóttir hlaut Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins fyrir Delluferðina.
Men Vorkvöld í Reykjavík Sigrún Pálsdóttir Forlagið - JPV útgáfa Ungur menningarblaðamaður með drauma um einleikaraferil sem flautuleikari er sendur á fund fyrrum utanríkisráðherra til að taka viðhafnarviðtal. Heimsóknin tekur hins vegar fljótlega óvænta stefnu inn í myrk skúmaskot. Fyndin, snörp og spennandi saga um leit að ljósi, heigulshátt og hugrekki, listsköpun og vald.