Höfundur: Stefan Ahnhem

Allt önnur saga

Frægur áhrifavaldur finnst látinn á einu af fínustu hótelum Stokkhólms. Var um að ræða kaldrifjað morð eða afleiðingar kynlífsleiks sem hafði gengið of langt? Fyrrverandi samstarfskona Fabians Risk, Malin Rehnberg, sér um rannsókn málsins en nýráðinn yfirmaður hennar beitir hana þrýstingi að einbeita sér heldur að yfirstandandi manssalsrannsókn.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Síðasti naglinn Stefan Ahnhem Ugla Kim Sleizner komst til æðstu metorða í dönsku lögreglunni með óheiðarlegum hætti og hefur ítrekað misbeitt valdi sínu. Mánuðum saman hefur lögreglukonan Dunja Hougaard stýrt leynilegri rannsókn á Sleizner og er nú reiðubúin að láta til skarar skríða. En hinum megin Eyrarsundsins fær sænski lögreglumaðurinn Fabian Risk skilaboð sem setja strik í ...