Hungur
Lögreglan í Reykjavík fær tilkynningu um dularfullt mannshvarf. Ungur maður frá Vestfjörðum sem ætlaði að tjalda í borgarlandinu er horfinn sporlaust. Nokkru síðar er tilkynnt um hrottalegt morð um hábjartan dag á heimili í nágrenni Elliðaárdals. Hörður Grímsson telur að málin tengist og að hryllingnum sé ekki lokið. Hið illa er komið á kreik.