Höfundur: Steindór Jóhann Erlingsson

Lífið er staður þar sem bannað er að lifa

Bók um geðröskun og von

Eftir tæplega þrjátíu ára leit að bata tókst Steindóri Jóhanni Erlingssyni loksins að snúa vörn í sókn í baráttu sinni við ægivald þunglyndis og kvíða. Allan þennan tíma höfðu þessar geðraskanir fylgt honum sem áleitinn skuggi. Það var ekki fyrr en hann fór að skoða þau áföll sem hann hafði orðið fyrir að honum fór að batna.