Höfundur: Þórunn Valdimarsdóttir

Stúlka með fálka

Skáldævisaga – fullorðinsminningar

Sjálfstætt framhald fyrri bóka þar sem höfundur rekur eigin ættarsögu og ævi. Hér stendur hún á sjötugu og lítur um öxl, sögutíminn frá miðjum níunda tug síðustu aldar til nútímans. Sem fyrr er Þórunn hispurslaus og opinská og hlífir sér hvergi – frásögnin er full af visku og vangaveltum, fyndin og gáskafull en um leið blandin trega og söknuði.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Fagurboðar Þórunn Valdimarsdóttir Forlagið - JPV útgáfa Fjórða ljóðabók Þórunnar, sem er einhver fjölhæfasti rithöfundur okkar, jafnvíg á bundið og laust mál og hefur fengist við flestar greinar bókmennta. Bókin geymir á fjórða tug ljóða og yrkisefnin eru fjölbreytt, frá hverdagslífi til stærri spurninga um tilveru, ást og uppruna.
Spegill íslenskrar fyndni Þórunn Valdimarsdóttir Bókaútgáfan Sæmundur Fræðileg úttekt Þórunnar á ritinu Íslensk fyndni er heilt yfir drepfyndin greining á meintum gamanmálum og stórmerkileg rannsókn á íslenskri menningu. Þórunn Valdimarsdóttir sagnfræðingur er margverðlaunaður rithöfundur og fer hér á kostum í stílfimi eins og henni er einni lagið.