Vegferð til farsældar
Sýn sjálfstæðismanns til 60 ára
Í þessari bók fjallar Vilhjálmur Egilsson um þróun íslensks samfélags undanfarna áratugi og sýn sína á nokkur mikilvæg viðfangsefni sem framundan eru. Vilhjálmur bendir á að íslenskt samfélag sé nú í fremstu röð á mörgum sviðum vegna margvíslegra umbóta sem gerðar voru á tíunda áratug síðustu aldar.