Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Aðeins eitt leyndarmál

  • Höfundur Simona Ahrnstedt
  • Þýðandi Elín Guðmundsdóttir
Forsíða bókarinnar

Isobel Sørensen er umhyggjusamur læknir. Hjálparsamtökin sem hún á aðild að glíma við alvarlegan fjárhagsvanda. Hinn stórauðugi Alexander de la Grip, sem Isobel hafði einu sinni sagt að fara til fjandans, er hættur að styrkja samtökin.
Önnur skáldsaga Simonu Ahrnstedt í syrpu ástarsagna úr nútímanum — um sterkar konur, æsilegt ráðabrugg og ástarævintýri.