Höfundur: Simona Ahrnstedt

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Aðeins ein áhætta Simona Ahrnstedt Ugla Ambra Winter er blaðamaður. Henni er falið að skrifa um atburði í bænum Kiruna, nyrst í Svíþjóð. Þegar hún kemur í þetta litla samfélag vakna óþægilegar minningar. En það eru fleiri en hún sem þurfa að horfast í augu við fortíð sína. Meðal annars sérsveitarmaðurinn fyrrverandi sem sest hefur að í kofa úti í skógi og hún laðast að ...
Aðeins eitt leyndarmál Simona Ahrnstedt Ugla Isobel Sørensen er umhyggjusamur læknir. Hjálparsamtökin sem hún á aðild að glíma við alvarlegan fjárhagsvanda. Hinn stórauðugi Alexander de la Grip, sem Isobel hafði einu sinni sagt að fara til fjandans, er hættur að styrkja samtökin. Önnur skáldsaga Simonu Ahrnstedt í syrpu ástarsagna úr nútímanum — um sterkar konur, æsilegt ráðabrugg og ásta...
Allt eða ekkert Simona Ahrnstedt Ugla Lexia Vikander finnst hún ekki eiga heima meðal tággrannra kvenna í auglýsingageiranum sem telja kalóríur í hvert mál. Nýr eigandi hefur tekið við fyrirtækinu sem hún vinnur hjá og það er altalað að mörgum verði sagt upp. Til að hressa sig við bregður Lexia sér á bar. Þar sest við hliðina á henni myndarlegasti maður sem hún hefur séð ...
Bara aðeins meira Simona Ahrnstedt Ugla Á aðeins einum degi missti Stella allt sem henni var kærast – unnustann, heimili sitt og starfið. Eftir að hafa drekkt sorgum sínum um kvöldið, grátið sáran og hrellt sinn fyrrverandi á netinu rennur upp fyrir henni að hún verði að yfirgefa Stokkhólm. En hvert á hún að fara?