Afi minn með augun þrjú
Stutt, myndskreytt saga handa ungum börnum. Í myndunum má lengi sjá eitthvað nýtt, svo gífurlega margt er þar á kreiki.
Í grunninn er sagan hugleiðing um nokkuð sem er dálítið öðruvísi en flestir eiga að venjast, eins konar dæmisaga, annars vegar um það sem liggur í augum uppi og hins vegar það sem hægt er að fela.