Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Dagbók Kidda klaufa 18

Ekkert mál

Forsíða kápu bókarinnar

Hér er komin 18. bókin í þessum vinsælasta bókaflokki heims. Skólagangan hjá Kidda klaufa hefur ekki alltaf verið dans á rósum. Hann er því ekkert of órólegur þegar fréttist að eigi að loka skólanum vegna skemmda, en brátt fara að renna tvær grímur á Kidda. Íslenskar þýðingar Helga Jónssonar á Kidda klaufa eru margverðlaunaðar.