Höfundur: Jeff Kinney

Dagbók Kidda klaufa 17 Rokkarinn reddar öllu

Hér er komin sautjánda bókin í þessum vinsælasta bókaflokki heims, Dagbók Kidda klaufa. Kiddi klaufi vill verða frægur og ríkur. En hvernig fer maður að því? Jú, með því að vera í hljómsveit. Íslenskar þýðingar Helga Jónssonar á bókunum eru margverðlaunaðar. Kiddi klaufi fær alla til að lesa, líka þá sem nenna því ekki.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Dagbók Kidda klaufa 14 Brot og braml Jeff Kinney Sögur útgáfa Kiddi klaufi er vinsælasti bókaflokkur heims, enda er Kiddi langskemmtilegastur og fær alla til að lesa, líka þá sem nenna því ekki. Foreldrar Kidda erfa mikla peninga og velta vöngum yfir því hvað þau eigi að gera við þá. Mamma Kidda vill endurinnrétta húsið en Kiddi er ekki sannfærður. Enda kemur margt skrítið í ljós þegar framkvæmdir við h...
Dagbók Kidda klaufa 15 Á bólakafi Jeff Kinney Sögur útgáfa Fjölskylda Kidda leggur upp í langt ferðalag á húsbíl. Eins og oft gerist hjá fjölskyldunni gengur allt á afturfótunum. Má líka segja að mikið vatnsveður einkenni þetta ferðalag enda allt á bólakafi! Bækurnar um Kidda klaufa eru metsölubækur um allan heim. Helgi Jónsson er margverðlaunaður fyrir þýðingar sínar á Kidda.
Dagbók Kidda klaufa 16 Meistarinn Jeff Kinney Sögur útgáfa Nú ætlar hann Kiddi klaufi að verða við ósk mömmu sinnar, sem gefst aldrei upp á því að gefa stráknum góð ráð, og gerast íþróttahetja. Ekkert mál! Nema hvað. Kiddi kemst að því að það er ekki svo auðvelt að verða góður í íþróttum, hvað þá hetja. Að maður tali nú ekki um ef þú ætlar að verða MEISTARI! Ætli það takist hjá Kidda?!
Randver kjaftar frá Geggjaðar draugasögur Jeff Kinney Sögur útgáfa Randver heldur áfram að kjafta frá. Nú vill hann segja spennandi draugasögur. Randver gæti þess vegna verið efni í stórskáld þó svo að Kiddi klaufi, sem á að heita besti vinur hans, efist um það. Geggjaðar draugasögur er sú þriðja í röðinni af fáránlega fyndnum sögum af besta vini Kidda klaufa.