Dagbók Kidda klaufa 19
Sull og bull
Hér er komin 19. bókin í þessum vinsælasta bókaflokki heims. Stórfjölskyldan er öll saman í fríi. Þetta er uppskrift að stórslysi – en uppskriftir koma einmitt hér við sögu, því kjötbollurnar hennar ömmu eru orðnar frægar og uppskriftin er algjört leyndarmál. Það hlýtur að sjóða upp úr þessum kraumandi fjölskyldupotti.
Bækurnar um Kidda klaufa eru metsölubækur um allan heim. Kiddi klaufi fær nefnilega alla til að lesa, líka þá sem nenna því ekki.
Íslenskar þýðingar Helga Jónssonar á Kidda klaufa eru margverðlaunaðar og hefur Helgi meðal annars fengið Bókaverðlaun barnanna undanfarin sjö ár.