Dauðinn og stúlkan

Forsíða kápu bókarinnar

Fyrir tuttugu og fimm árum átti hin átján ára Vinca í leynilegu ástarsambandi við kennara sinn. Nóttina sem hún hvarf áttu þau stefnumót. Manon, Thomas og Maxime hafa ekki talað saman síðan þau útskrifuðust fyrir öllum þessum árum en hittast aftur á bekkjarmótinu. Mun sannleikurinn um það sem raunverulega gerðist þessa örlagaríku nótt koma í ljós?

Guillaume Musso er langsamlega vinsælasti höfundur Frakklands þessi árin og hafa skáldsögur hans verið þýddar á 40 tungumál og selst í yfir 33 milljónum eintaka um allan heim. Hann fæddist í Antibes í Suður-Frakklandi og býr í París. Þessi bók gerist í fæðingarbæ hans og er sannkallaður vegvísir um Antibes og sveitirnar umhverfis.

„Framúrskarandi.“

Sunday Times

„Hrikalega góð bók. Ekki láta fram hjá sér fara.“

Daily Mail

„Einn af fremstu spennusagnahöfundum samtímans.“

Daily Express

„Stílhrein og fáguð, skemmtilega gamaldags … Meira svona, takk.“

The Times

„Sérlega ánægjuleg og sögusviðið frábært, djarft handbragð höfundar heillar.“

Irish Times