Ljósaserían

Dred­fúlíur, flýið!

Hávarður, Maríus og Bartek eru mættir aftur. Það styttist í jól og holupotvoríurnar hafa ekki gefist upp. Þeim hefur meira að segja borist andstyggilegur liðsauki. Og hver er þessi Ófelía? Er hún holupotvoría í dulargervi? Útsendari þeirra? Eða eitthvað miklu hættulegra? Myndir eftir Blævi Guðmundsdóttur.

Hávarður, Maríus og Bartek eru mættir aftur. Það styttist í jól og holupotvoríurnar hafa ekki gefist upp. Þeim hefur meira að segja borist andstyggilegur liðsauki. Og hver er þessi Ófelía? Er hún holupotvoría í dulargervi? Útsendari þeirra? Eða eitthvað MIKLU hættulegra? Strákarnir mæta samt öllum áskorunum eins og þeim er einum lagið. Þessi jól bjarga sér ekki sjálf.

Í Ljósaseríunni eru myndlýstar barnabækur með fjölbreyttum efnistökum. Sögurnar eru eftir íslenska höfunda og túlkaðar af íslenskum myndhöfundum. Bækurnar eru misþungar en hafa allar þægilegt letur og rúmt línubil.

Útgáfuform

Rafbók

Fáanleg hjá útgefanda

  • ISBN 9789935528643

Hljóðbók

Væntanleg

  • ISBN 9789935528650

Innbundin

Fáanleg hjá útgefanda