Höfundur: Hilmar Örn Óskarsson

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Ljósaserían Dredfúlíur, flýið! Hilmar Örn Óskarsson Bókabeitan Hávarður, Maríus og Bartek eru mættir aftur. Það styttist í jól og holupotvoríurnar hafa ekki gefist upp. Þeim hefur meira að segja borist andstyggilegur liðsauki. Og hver er þessi Ófelía? Er hún holupotvoría í dulargervi? Útsendari þeirra? Eða eitthvað miklu hættulegra? Myndir eftir Blævi Guðmundsdóttur.
Ljósaserían Holupotvoríur alls staðar Hilmar Örn Óskarsson Bókabeitan Hávarður og Maríus eru átta ára og bestu vinir.
Húsið í september Hilmar Örn Óskarsson Björt bókaútgáfa - Bókabeitan Bærinn Gálgi stendur á afskekktri eyju og Áróra þráir ekkert heitar en komast þaðan. Hún forðast bæinn og allir í bænum forðast hana, allir nema Nói, hennar eini vinur. En þótt Áróra vilji burt af eyjunni virðist eyjan ekki tilbúin að sleppa henni. Húsið í september kallar og þar er Áróru beðið af mikilli eftirvæntingu.