Ljósaserían Dularfulla hjólahvarfið

Forsíða bókarinnar

Enn er eitthvað dularfullt á seyði í hverfinu. Reiðhjól hverfa úr hjólaskýlinu við blokkina sem Katla, Hildur og Bensi búa í. Krakkarnir taka til sinna ráða og reyna að komast til botns í málinu. Rannsóknin tekur óvænta stefnu en skyldi þeim takast að leysa gátuna, aftur? Myndir eftir Elínu Elísabetu.

Í Ljósaseríunni eru myndlýstar barnabækur með fjölbreyttum efnistökum. Sögurnar eru eftir íslenska höfunda og túlkaðar af íslenskum myndhöfundum. Bækurnar eru misþungar en hafa allar þægilegt letur og rúmt línubil.