Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Dulmál Kathar­inu

Forsíða bókarinnar

Katharina Haugen hvarf fyrir 24 árum. Hið eina sem hún skildi eftir sig var eiginmaðurinn Martin og undarleg talnaruna á blaðsnifsi

Nú er önnur kona horfin. Og líka eiginmaður Katharinu. William Wisting verður að finna Martin, en er hann að reyna að bjarga kærum vini eða kaldrifjuðum morðingja?

„Innsýn Jørn Lier Horst í störf lögreglunnar lyftir bókum hans hátt yfir aðrar glæpasögur.“ Dagbladet, Noregi

Katharina Haugen hvarf fyrir 24 árum. Hið eina sem hún skildi eftir sig var eiginmaðurinn Martin og undarleg talnaruna á blaðsnifsi.

Hinn 9. október ár hvert tekur William Wisting lögregluforingi fram gögnin í þessu máli sem hann gat ekki leyst. Starir á talnakóðann sem hann fékk aldrei botn í. Og heimsækir eiginmanninn sem hann gat ekki hjálpað.

Þetta ár er öðruvísi. Nú er önnur kona horfin. Og líka eiginmaður Katharinu. William Wisting verður að finna Martin, en er hann að reyna að bjarga kærum vini eða kaldrifjuðum morðingja?

Glæpasögur Jørn Lier Horst njóta gríðarlegrar hylli um allan heim. Hann er margverðlaunaður og hefur meðal annars hlotið Glerlykilinn fyrir bestu norrænu glæpasöguna.