Mál 1569
Wisting serían
Norski lögregluforinginn William Wisting er í sumarleyfi þegar honum berst bréf. Í umslaginu er aðeins eitt blað með áletraðri talnarunu: 12-1569/99. Þetta er númerið á 15 ára gömlu morðmáli sem þegar hefur verið rannsakað og dómur fallið í fyrir löngu. En einhver vill að það sé rannsakað upp á nýtt.