Einn góðan veðurdag

Forsíða kápu bókarinnar

Góðan daginn! Eigum við að koma saman í sveitina? Hér er á ferðinni falleg harðspjaldabók eftir Ævar Þór með myndum eftir Lóu Hlín fyrir yngstu kynslóðina.

Það er gott veður í dag. Eigum við að kíkja í sveitina?

Ævar Þór Benediktsson hefur skrifað ótrúlega margar barnabækur og búið til alls konar efni fyrir bæði sjónvarp og útvarp. Hann ólst líka upp í sveitinni sem þú lest um þessari bók!

Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar og teiknar bækur fyrir börn og stundum semur hún líka brandara fyrir fullorðna og syngur í hljómsveit. Þegar hún var lítil hjálpaði hún til við sauðburðinn í sveitinni hjá frænku sinni.