Höfundur: Ævar Þór Benediktsson

Yfirsjónir

Yfirsjónir er safn fimm samtengdra smásagna sem hverfast um ofbeldi og afleiðingar þess. Sjónarhornið er oft óvænt og frásögnin margslungin. Sérhver saga er sjálfstætt verk. Sögurnar geta bæði verið nístandi sorglegar og launfyndnar en allar eiga þær það sammerkt að hitta lesandann í hjartastað.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Fleiri hryllilega stuttar hrollvekjur Ævar Þór Benediktsson Forlagið - Mál og menning Í þessari æsispennandi bók má lesa tuttugu stuttar sögur sem koma lesendum óþægilega á óvart. Hér er fjallað um skelfilega hluti eins og varúlfa, nornir, köngulær í vínberjaklösum og píp-test. Í bókinni fer Ævar Þór á kostum í því sem honum þykir skemmtilegast – og heillar lesendur frá fyrstu síðu.
Þín eigin saga Rauðhetta Ævar Þór Benediktsson Forlagið - Mál og menning Hér er sagan af Rauðhettu sögð á glænýjan hátt – því þú ræður hvað gerist! Mundu bara að ef sagan endar illa má alltaf reyna aftur því það eru mörg mismunandi sögulok. Bækur Ævars Þórs þar sem lesandinn ræður ferðinni njóta mikilla vinsælda og hér er komin stutt og litrík útgáfa af þessu alþekkta ævintýri sem hentar byrjendum í lestri.
Þín eigin ráðgáta Ævar Þór Benediktsson Forlagið - Mál og menning Áttunda bókin í gríðarvinsælum bókaflokki þar sem lesandinn er söguhetjan og ræður ferðinni. Einn daginn vaknarðu og engin tækni virkar – hvorki símar né tölvur! Hvað í ósköpunum gerðist? Þér er falið að leysa gátuna en það er ekki einfalt. Hörkuspennandi saga með óvæntum vendingum og yfir 40 mögulegum sögulokum.