Höfundur: Ævar Þór Benediktsson

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Drengurinn með ljáinn Ævar Þór Benediktsson Forlagið - Mál og menning Daginn sem Hallur er hársbreidd frá dauðanum breytist allt. Dökkklæddi maðurinn birtist og býður Halli að verða drengurinn með ljáinn. Þessi magnaða bók er sköpunarverk metsöluhöfundarins Ævars Þórs og bróður hans, Sigurjóns; hröð og grípandi saga, prýdd fjölda mynda, sem lætur engan ósnortinn.
Fleiri hryllilega stuttar hrollvekjur Ævar Þór Benediktsson Forlagið - Mál og menning Í þessari æsispennandi bók má lesa tuttugu stuttar sögur sem koma lesendum óþægilega á óvart. Hér er fjallað um skelfilega hluti eins og varúlfa, nornir, köngulær í vínberjaklösum og píp-test. Í bókinni fer Ævar Þór á kostum í því sem honum þykir skemmtilegast – og heillar lesendur frá fyrstu síðu.
Þín eigin saga Rauðhetta Ævar Þór Benediktsson Forlagið - Mál og menning Hér er sagan af Rauðhettu sögð á glænýjan hátt – því þú ræður hvað gerist! Mundu bara að ef sagan endar illa má alltaf reyna aftur því það eru mörg mismunandi sögulok. Bækur Ævars Þórs þar sem lesandinn ræður ferðinni njóta mikilla vinsælda og hér er komin stutt og litrík útgáfa af þessu alþekkta ævintýri sem hentar byrjendum í lestri.
Skólaslit Ævar Þór Benediktsson Forlagið - Mál og menning Það er hrekkjavaka. Veggir skólans eru þaktir skrauti sem vekur hroll og kitlar ótta. Í fjarska ómar ómennskt öskur. Á gólfinu má sjá hálfan íþróttakennara og handan við hornið heyrist í uppvakningaher. Hvað í ósköpunum gerðist? Stórglæsileg bók prýdd fjölda litmynda sem lesendur tæta í sig.
Skólaslit 2 Dauð viðvörun Ævar Þór Benediktsson Forlagið - Mál og menning Ár er liðið frá því að hugrakkir krakkar gjörsigruðu myrkraverur sem höfðu lagt Reykjanesið undir sig. Allt endaði vel og allir gátu andað léttar. Eða hvað? Þegar hópur unglinga skellir sér í ferðalag út á land kemur í ljós að enginn er óhultur. Allra síst krakkarnir í öftustu rútunni ... Sjálfstætt framhald metsölubókarinnar Skólaslita.
Strandaglópar! (Næstum því) alveg sönn saga Ævar Þór Benediktsson Forlagið - Mál og menning Æsispennandi og (næstum því) sönn saga af því þegar afi (og nafni) Ævars vísindamanns fékk sérstakt leyfi til að heimsækja hina glænýju eyju Surtsey ásamt vini sínum. En þegar trillukarlinn sem skutlaði félögunum út í eyjuna gleymir að sækja þá eru góð ráð dýr. Komast strandaglóparnir heim aftur? Fyndin og fróðleg saga fyrir alla fjölskylduna.
Sæskrímsli Ævar Þór Benediktsson Forlagið - Mál og menning Þér er boðið um borð í kafbát en hvert viltu sigla og hvað langar þig að rannsaka? Í þessari bók ræður þú hvað gerist! Bækur Ævars Þórs þar sem lesandinn ræður ferðinni njóta mikilla vinsælda. Hér er komin stutt og litrík saga sem byggist á bókinni Þín eigin undirdjúp og hentar byrjendum í lestri.
Þín eigin saga Veiðiferðin Ævar Þór Benediktsson Forlagið - Mál og menning Þrumuguðinn Þór og jötunninn Hymir eru á leið í lífshættulega bátsferð. Þeir ætla að róa út á haf til að veiða sjálfan Miðgarðsorminn og ÞÚ ræður hvað gerist! Bækur Ævars Þórs þar sem lesandinn ræður ferðinni njóta mikilla vinsælda. Hér er komin stutt og litrík saga sem byggist á bókinni Þín eigin goðsaga og hentar byrjendum í lestri.
Yfirsjónir Hlín Agnarsdóttir Storytel Yfirsjónir er safn fimm samtengdra smásagna sem hverfast um ofbeldi og afleiðingar þess. Sjónarhornið er oft óvænt og frásögnin margslungin. Sérhver saga er sjálfstætt verk. Sögurnar geta bæði verið nístandi sorglegar og launfyndnar en allar eiga þær það sammerkt að hitta lesandann í hjartastað.
Þín eigin ráðgáta Ævar Þór Benediktsson Forlagið - Mál og menning Áttunda bókin í gríðarvinsælum bókaflokki þar sem lesandinn er söguhetjan og ræður ferðinni. Einn daginn vaknarðu og engin tækni virkar – hvorki símar né tölvur! Hvað í ósköpunum gerðist? Þér er falið að leysa gátuna en það er ekki einfalt. Hörkuspennandi saga með óvæntum vendingum og yfir 40 mögulegum sögulokum.