Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Ekki staður fyrir aumingja

Sönn saga um afbrigðilegheit, pyntingar og samfélagshreinsun

Forsíða bókarinnar

Vorið 1999 var lögreglan kölluð að gömlum og yfirgefnum banka í bænum Snowtown i Ástralíu í tengslum við rannsókn á dularfullum mannshvörfum. Í hvelfingu bankans reyndust vera sex tunnur fylltar sýru með líkamsleifum átta einstaklinga.Fýlan í hvelfingunni var svo megn að lögreglumennirnir þurftu öndunarbúnað til að athafna sig.

Jafnframt fundust ýmis verkfæri og tól sem reyndust hafa verið notuð við langvarandi pyntingar, morð og mannát.

Rannsókn málsins leiddi í ljós að á bak við þennan óhugnað stóð hópur manna undir forystu Johns Buntings. Hafði hópurinn það að markmiði að hreinsa samfélagið af „aumingjum“.

Ekki staður fyrir aumingja er hrollvekjanleg frásögn af einu óhugnanlegasta glæpamáli í sögu Ástralíu sem vakti óhug um alla heimsbyggð. Rétt eins og í fyrri bókum skrifar Ryan Green á kraftmikinn og lifandi hátt eins og í bestu spennusögu.

„Þetta var eins atriði úr verstu martröð, ég held að enginn okkar hafi getað ímyndað sér það sem við sáum.“ – Ástralskur lögreglumaður

„Ryan Green er ótrúlegur sagnamaður ... hann segir ekki aðeins söguna eins og hún gerðist heldur gerir lesandann nánast að þátttakanda í henni.“ – Blackbird

* * * * * „Ég get ekki beðið eftir að lesa meira eftir þennan höfund.“ – amazon.com