Höfundur: Ragnar Hauksson

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Ekki staður fyrir aumingja Sönn saga um afbrigðilegheit, pyntingar og samfélagshreinsun Ryan Green Ugla Vorið 1999 var lögreglan kölluð að gömlum og yfirgefnum banka í bænum Snowtown i Ástralíu í tengslum við rannsókn á dularfullum mannshvörfum. Í hvelfingu bankans reyndust vera sex tunnur fylltar sýru með líkamsleifum átta einstaklinga.Fýlan í hvelfingunni var svo megn að lögreglumennirnir þurftu öndunarbúnað til að athafna sig.
Fiðrildafangarinn Ann Cleeves Ugla Líkfundur raskar friðsældinni í Dalbæ, litlu samfélagi í Norðymbralandi. Áður en langt um líður finnst annað lík. Það eina sem fórnarlömbin virðast eiga sameiginlegt er ástríða fyrir fiðrildum. Þegar Vera Stanhope fer að að rannsaka málið kemur í ljós að ekki er allt sem sýnist í Dalbæ.
Gömlu ævintýrin löguð að rétthugsun samtímans James Finn Garner Ugla Í þessari frægu metsölubók hefur James Finn Garner endurskrifað sígildu ævintýrin fyrir meira upplýsta tíma – allt frá sambandi Mjallhvítar við sjö hávaxtarhamlaða karla og Rauðhettu, ömmu hennar og klæðskiptahneigða úlfsins til keisarans sem var ekki allsber heldur hlynntur klæðnektarvalfrelsi.
Sönn sakamál Kentucky-mannætan Sönn saga um útlaga, morðingja og mannætu Ryan Green Ugla Árið 1850 hélt Boone Heim á vit gullæðisins í Kaliforníu eftir að hafa skilið við konu sína og komist margsinnis í kast við lögin. Frændi hans einn ætlaði að slást í för með honum en þegar sá skarst úr leik á síðustu stundu missti Heim stjórn á sér og drap hann. Hann var í kjölfarið lagður inn á geðveikrahæli. Honum tókst að sleppa út af hælinu.
Klækjabrögð Sandra Brown Ugla FBI-fulltrúinn Drex Easton er heltekinn af því að hafa hendur í hári hrapps sem eitt sinn gekk undir nafninu Weston Graham. Með klækjum og dulargervum hefur Weston haft auðinn af átta ríkum konum áður en þær hurfu sporlaust. Þessar konur áttu það eitt sameiginlegt að hafa skyndilega eignast nýjan eiginmann sem hvarf svo líka sporlaust.