Höfundur: Ragnar Hauksson

Lífsins blóð

Saga úr sagnabálkinum Hvísl hrafnanna

Þegar á 18. öld er Elias nálægt því að afhjúpa leyndarmál guðanna. En Óðinn vill ekki deila valdi sínu og í refsingarskyni drepur hann fjölskyldu Eliasar. Spámaður segir Eliasi að það sé til framtíð og bætir við: „Finndu þann sem ræður yfir tímanum.“ En þegar Elias gerir það breytist allt og hann stendur frammi fyrir erfiðum valkosti.

Rauði fuglinn

Sally og Silas ólust upp saman og löðuðust hvort að öðru. En myrkur atburður verður til þess að leiðir skilja. Tuttugu og fimm árum síðar hittast þau aftur. Þá er ljósmóðirin Sally ekkja og Silas heimsþekktur listamaður. Tilfinningar þeirra til hvors annars rista enn djúpt en óuppgerðar sakir stía þeim í sundur.

Sögur á sveimi

Tíu árum eftir að Jeanie Long var sakfelld fyrir morðið á hinni 15 ára gömlu Abigail Mantel koma fram upplýsingar sem sanna sakleysi hennar. En Jeanie treystir sér ekki til að horfast í augu við allt fólkið í þorpinu sem trúði því að hún gæti myrt unga stúlku og fremur sjálfsmorð áður en henni er sleppt úr fangaklefanum.

Trúðu mér

Sönn saga af játningamorðingjanum Henry Lee Lucas

Trúðu mér er áhrifamikil frásögn af einu undarlegasta og hryllilegasta glæpamáli í sögu Bandaríkjanna. Sumarið 1983 var Henry Lee Lucas handtekinn fyrir óleyfilega byssueign. Lögreglan grunaði hann um aðild að hvarfi tveggja kvenna og notaði tækifærið til að þjarma að honum. Í kjölfarið játaði hann að hafa myrt, nauðgað og limlest hundruð kvenna.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Ekki staður fyrir aumingja Sönn saga um afbrigðilegheit, pyntingar og samfélagshreinsun Ryan Green Ugla Vorið 1999 var lögreglan kölluð að gömlum og yfirgefnum banka í bænum Snowtown i Ástralíu í tengslum við rannsókn á dularfullum mannshvörfum. Í hvelfingu bankans reyndust vera sex tunnur fylltar sýru með líkamsleifum átta einstaklinga.Fýlan í hvelfingunni var svo megn að lögreglumennirnir þurftu öndunarbúnað til að athafna sig.
Fiðrildafangarinn Ann Cleeves Ugla Líkfundur raskar friðsældinni í Dalbæ, litlu samfélagi í Norðymbralandi. Áður en langt um líður finnst annað lík. Það eina sem fórnarlömbin virðast eiga sameiginlegt er ástríða fyrir fiðrildum. Þegar Vera Stanhope fer að að rannsaka málið kemur í ljós að ekki er allt sem sýnist í Dalbæ.
Gömlu ævintýrin löguð að rétthugsun samtímans James Finn Garner Ugla Í þessari frægu metsölubók hefur James Finn Garner endurskrifað sígildu ævintýrin fyrir meira upplýsta tíma – allt frá sambandi Mjallhvítar við sjö hávaxtarhamlaða karla og Rauðhettu, ömmu hennar og klæðskiptahneigða úlfsins til keisarans sem var ekki allsber heldur hlynntur klæðnektarvalfrelsi.
Sönn sakamál Kentucky-mannætan Sönn saga um útlaga, morðingja og mannætu Ryan Green Ugla Árið 1850 hélt Boone Heim á vit gullæðisins í Kaliforníu eftir að hafa skilið við konu sína og komist margsinnis í kast við lögin. Frændi hans einn ætlaði að slást í för með honum en þegar sá skarst úr leik á síðustu stundu missti Heim stjórn á sér og drap hann. Hann var í kjölfarið lagður inn á geðveikrahæli. Honum tókst að sleppa út af hælinu.
Klækjabrögð Sandra Brown Ugla FBI-fulltrúinn Drex Easton er heltekinn af því að hafa hendur í hári hrapps sem eitt sinn gekk undir nafninu Weston Graham. Með klækjum og dulargervum hefur Weston haft auðinn af átta ríkum konum áður en þær hurfu sporlaust. Þessar konur áttu það eitt sameiginlegt að hafa skyndilega eignast nýjan eiginmann sem hvarf svo líka sporlaust.
Myrku frúrnar Ann Cleeves Ugla Þegar lík finnst skammt frá afskekktu unglingaheimili er Vera Stanhope kölluð til. Fórnarlambið er Josh, starfsmaður á unglingaheimilinu. Í sama mund kemur í ljós að Chloe, fjórtán ára vistmaður á heimilinu, er horfin. Vera á erfitt með að trúa því að hún geti hafa átt aðild að mannslátinu en hún verður að gera ráð fyrir öllum möguleikum.
Ófreskjan Sönn sakamál 10 Ryan Green Ugla Sönn hryllingssaga um siðblindan barnaníðing og morðingja. Við mat á siðblindu fékk Clifford Olson yngri 38 stig af 40 og hefur enginn maður mælst með hærra stig siðblindu við geðrannsókn.
Ragnarök Saga úr sagnabálkinum Hvísl hrafnanna Malene Sølvsten Ugla Drápsvél, þjálfuð í bardaga og hlýðni. Hvernig gat mesti stríðsmaður ríkisins skipt um lið? Loksins fáum við svarið við því hvers vegna Varnar gekk til liðs við andspyrnuhreyfinguna og gerðist verndari Önnu. Þegar þau hittust breyttist ekki aðeins líf þeirra beggja heldur framtíð heimsins að eilífu.
Svarta ekkjan Sönn saga af ömmunni flissandi, Nannie Doss Ryan Green Ugla Áhrifamikil og hrollvekjandi frásögn af einum óhugnanlegasta fjöldamorðingja í sögu Bandaríkjanna. Þegar Charlie Briggs kom heim til sín einn daginn í Alabama árið 1927 voru tvær dætur hans dánar. Læknir úrskurðaði að matareitrun hefði leitt þær til dauða. Engin krufning fór fram. En Charlie grunaði konu sína, Nannie, um að hafa drepið þær.