Trúðu mér
Sönn saga af játningamorðingjanum Henry Lee Lucas
Trúðu mér er áhrifamikil frásögn af einu undarlegasta og hryllilegasta glæpamáli í sögu Bandaríkjanna. Sumarið 1983 var Henry Lee Lucas handtekinn fyrir óleyfilega byssueign. Lögreglan grunaði hann um aðild að hvarfi tveggja kvenna og notaði tækifærið til að þjarma að honum. Í kjölfarið játaði hann að hafa myrt, nauðgað og limlest hundruð kvenna.