Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Fiðrildafangarinn

Forsíða bókarinnar

Líkfundur raskar friðsældinni í Dalbæ, litlu samfélagi í Norðymbralandi. Áður en langt um líður finnst annað lík. Það eina sem fórnarlömbin virðast eiga sameiginlegt er ástríða fyrir fiðrildum. Þegar Vera Stanhope fer að að rannsaka málið kemur í ljós að ekki er allt sem sýnist í Dalbæ.

Í Dalbæ reynast vera mörg leyndarmál sem íbúarnir vilja ekki að komist upp á yfirborðið – og sum þeirra bera dauðann í sér.

Bækur breska verðlaunahöfundarins Ann Cleeves um Veru Stanhope njóta mikilla vinsælda, ekki síst eftir gerð velheppnaðra sjónvarpsþátta. Þetta er sjötta bókin um Veru sem kemur út á íslensku.

„Frábær ... Snilldarlegur söguþráðurinn gerir það að verkum að ekki er hægt að leggja bókina frá sér.“

The Indeependent

„Hinn mikli styrkur Cleeves sem rithöfundur felst í hrífandi stíl, sannfærandi persónusköpun og kraftmiklum söguþræði.“

Crime Squad

„Ann Cleeves er fimur sögumaður sem kann að halda athygli lesandans ... Vald hennar á tungunni og hugvitssamleg tækni hennar við að segja sögu gera hana að einum allra snjallasta glæpasagnahöfundi samtímans.“

Sunday Telegraph