Gælur, fælur og þvælur

Langar þig að lesa um höfuðfatahöfuðpaur, kaffikellingu og ólíkindatól? Þá er þetta bók handa þér! Barnaljóðabækur Þórarins og Sigrúnar Eldjárn hafa glatt íslenska lesendur í meira en þrjá áratugi og margir eiga sitt eftirlætiskvæði úr þeim ríkulega vísnabrunni. Í Gælur, fælur og þvælur yrkir Þórarinn sextán skemmtileg kvæði undir ýmsum rímnaháttum en Sigrún skreytir þau með fjörlegum olíumálverkum.