Þín eigin saga 12 Gleðileg jól
Það er desember og þú ert í jólaskapi. Þig langar að renna þér á snjóþotu svo þú arkar upp í fjall. Í stórum helli sitja þrettán furðulegir kallar við varðeld og í myrkrinu glóa risastór kattaraugu. Þú ræður hvað gerist næst! Í tólftu bókinni í þessum vinsæla bókaflokki spinnur Ævar Þór þráð úr bók sinni Þín eigin þjóðsaga.