Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Handbók fyrir ofurhetjur

Sjöundi hluti: Endurheimt

Forsíða bókarinnar

Ef eitthvað virðist ekki í lagi er mjög líklegt að það sé ekki í lagi. Börnunum sem voru numin á brott hefur verið skilað og íbúar Rósahæðar geta andað léttar. En er ekki eitthvað skrítið við endurheimtu börnin? Af hverju ætli ræningjarnir hafi bara sleppt þeim? Spennandi ævintýrið heldur áfram! Einn vinsælasti barnabókaflokkur landsins!

Lísa og hinar ofurhetjurnar eru sannfærð um að það sé eitthvað dularfullt á seyði og eru harðákveðin í að komast að sannleikanum!Bókaröðin Handbók fyrir ofurhetjur hefur slegið í gegn um alla Svíþjóð. Þetta er sjöunda bókin um ofurhetjuna Rauðu grímuna og vini hennar.