Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Ævintýri hinna fimm fræknu Hárið á Georg er of sítt

Forsíða kápu bókarinnar

Georg vill bara komast í klippingu en hún flækist inn í mál bíræfinna þjófa. Júlli, Jonni og Anna eru of upptekin við ísát til að hjálpa til. Hver mun bjarga deginum? Hin fimm fræknu Júlli, Jonni, Georg, Anna og Tommi hafa glatt lesendur í meira en 70 ár!

Frábært tækifæri bæði fyrir yngri lesendur og eldri aðdáendur Enid Blytons til að njóta sígildra bókmennta eftir höfundinn. Enid Blyton skrifaði smásögur um persónurnar í Fimm bókunum. Nú hafa þegar komið út 2 slíkar bækur með nýjum myndskreytingum. Árið 2025 eru væntanlegar tvær til viðbótar.