Höfundur: Enid Blyton

Ævintýri hinna fimm fræknu Gamli góði Tommi / Legið í leti

Tvær stuttar og spennandi sögur um hin fimm fræknu. Frábært tækifæri bæði fyrir yngri lesendur og eldri aðdáendur Enidar Blyton til að njóta sígildra bókmennta eftir höfundinn. Þessar bækur hafa ekki verið fáanlegar á íslensku áður. Fyrstu tvær bækurnar slógu í gegn og nú eru þær orðnar fjórar talsins.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Ævintýri hinna fimm fræknu Fimm og ævintýri í vetrarfríinu Enid Blyton Óðinsauga útgáfa Smásaga eftir Enid Blyton skreytt glænýjum litmyndum: Tommi tekur eftir mjög grunsamlegu fólki um borð í lest. Hvað er svona óvenjulegt við einn farþegann? Hvernig munu hin fimm fræknu leysa þessa ráðgátu?
Ævintýri hinna fimm fræknu Hárið á Georg er of sítt Enid Blyton Óðinsauga útgáfa Georg vill bara komast í klippingu en hún flækist inn í mál bíræfinna þjófa. Júlli, Jonni og Anna eru of upptekin við ísát til að hjálpa til. Hver mun bjarga deginum? Hin fimm fræknu Júlli, Jonni, Georg, Anna og Tommi hafa glatt lesendur í meira en 70 ár!