Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Jól á eyja­hótelinu

Jólin nálgast og Flora hefur í nógu að snúast þótt hún sé í fæðingarorlofi. Hún hefur áhyggjur af Fintan bróður sínum sem á erfitt með að finna lífsgleðina eftir að hafa misst eiginmann sinn, Colton. Þau systkinin ætla að standsetja hótelið sem Finton erfði eftir Colton og stefna á að opna fyrir jólin en það eina sem Fintan gerir er að ráða til starfa bráðlyndan franskan kokk og fordekraðan norskan dreng með illa uppalinn hund í eftirdragi. Sjálfstætt framhald af Mure-bókunum um Floru MacKenzie og íbúa á eyjunni Mure.