Jól á eyja­hótelinu

Jólin nálgast og Flora hefur í nógu að snúast þótt hún sé í fæðingarorlofi. Hún hefur áhyggjur af Fintan bróður sínum sem á erfitt með að finna lífsgleðina eftir að hafa misst eiginmann sinn, Colton. Þau systkinin ætla að standsetja hótelið sem Finton erfði eftir Colton og stefna á að opna fyrir jólin en það eina sem Fintan gerir er að ráða til starfa bráðlyndan franskan kokk og fordekraðan norskan dreng með illa uppalinn hund í eftirdragi. Sjálfstætt framhald af Mure-bókunum um Floru MacKenzie og íbúa á eyjunni Mure.