Höfundur: Jenny Colgan

Jól í Litlu bókabúðinni

Þegar Carmen stendur uppi atvinnulaus og blönk í litla heimabænum í Skotlandi þar sem tækifærin eru af skornum skammti hringir móðir hennar í lögfræðinginn elstu dóttur sína. Þótt systurnar hafi aldrei átt skap saman býður Sofia Carmen herbergi hjá sér gegn því að hún aðstoði skjólstæðing hennar við að koma lúinni fornbókaverslun á réttan kjöl.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Jól á eyjahótelinu Jenny Colgan Angústúra Jólin nálgast og Flora hefur í nógu að snúast þótt hún sé í fæðingarorlofi. Hún hefur áhyggjur af Fintan bróður sínum sem á erfitt með að finna lífsgleðina eftir að hafa misst eiginmann sinn, Colton. Þau systkinin ætla að standsetja hótelið sem Finton erfði eftir Colton og stefna á að opna fyrir jólin.
Litla bókabúðin við vatnið Jenny Colgan Angústúra Þegar Zoe býðst að sjá um bókabílinn fyrir Ninu í hálöndunum og gæta barna fyrir herragarðseigandann og einstæða föðurinn Ramsay Urquart í skiptum fyrir húsnæði, grípur hún tækifærið í von um betra líf fyrir sig og son sinn. Sú ákvörðun á eftir að reynast afdrifarík fyrir fleiri en þau mæðginin.