Krókódíllinn

Ung kona er myrt með hrottafengnum hætti Kaupmannahöfn. Lögregluforingjunum Jeppe Kørner og Anette Werner er falin rannsókn málsins. Í fyrstu beinist grunur að leigusala ungu konunnar en hann hefur gert hana að sögupersónu í glæpasögu þar sem hennar bíða svipuð örlög og í veruleikanum. En skuggar fortíðar leiða rannsóknina brátt á rétta braut ...