Höfundur: Katrine Engberg

Voðaskot

Fagran apríldag í Kaupmannahöfn hverfur fimmtán ára drengur sporlaust. Í fyrstu lítur út fyrir að hann hafi hlaupist að heiman. Brátt kemur þó í ljós að eitthvað ískyggilegt býr að baki. Var drengnum rænt eða svipti hann sig lífi? Eina vísbendingin sem lögreglan hefur um hvar hann geti verið er óljós tilvitnun úr skáldsögu.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Fiðrildið Katrine Engberg Ugla Nakin kona finnst látin í hjarta Kaupmannahafnar. Líkami hennar er þakinn undarlegum skurðum. Rannsókn málsins berst inn í innsta hring danska heilbrigðiskerfisins. Morðingi gengur laus en það er eins og kerfið haldi hlífiskyldi yfir honum. Hver verður næsta fórnarlamb? – Önnur bókin í hinni vinsælu Kaupmannahafnarseríu eftir Katrine Engberg.
Krókódíllinn Katrine Engberg Ugla Ung kona er myrt með hrottafengnum hætti Kaupmannahöfn. Lögregluforingjunum Jeppe Kørner og Anette Werner er falin rannsókn málsins. Í fyrstu beinist grunur að leigusala ungu konunnar en hann hefur gert hana að sögupersónu í glæpasögu þar sem hennar bíða svipuð örlög og í veruleikanum. En skuggar fortíðar leiða rannsóknina brátt á rétta braut ...
Voðaskot Katrine Engberg Ugla Fagran apríldag í Kaupmannahöfn hverfur fimmtán ára drengur sporlaust. Í fyrstu lítur út fyrir að hann hafi hlaupist að heiman. Brátt kemur þó í ljós að eitthvað ískyggilegt býr að baki. Var drengnum rænt eða svipti hann sig lífi? Eina vísbendingin sem lögreglan hefur um hvar hann geti verið er óljós tilvitnun úr skáldsögu.