Lygileg jól
Þessi jól þarf stórfjölskyldan að taka utan af fleiri leyndarmálum en jólagjöfum!
Becky er veðurteppt á flugvellinum. Þegar hún rekst á Will, besta vin bróður síns, og hann stingur upp á að þau keyri saman, samþykkir hún með semingi. Í fyrsta skipti kvíðir hún jólunum og Will er sá eini sem veit ástæðuna. Getur hún treyst því að hann þegi yfir leyndarmálinu hennar?
Rosie giftist Declan eftir aðeins nokkurra vikna samband og nú eru farnir að myndast brestir í hjónabandinu. Þótt Rosie reyni að fela vandamálin fyrir fjölskyldunni fer óöryggi hennar sífellt vaxandi. Munu jólin færa þau nær hvort öðru eða stía þeim í sundur?
Hayley getur ekki beðið eftir fyrstu alvöru fjölskyldujólunum með Jamie. Jólahefðirnar hljóma svo dásamlega en hún hefur áhyggjur af stöðu sinni. Verður pláss fyrir hana í þessari samheldnu fjölskyldu? Og hvernig mun fjölskyldan bregðast við leyndarmálinu þeirra Jamies?
Þrátt fyrir að allir séu að gera sitt besta gæti óreiðan og misskilningurinn sett hina hefðbundnu jólahátíð í uppnám. Ná þau að segja hvert öðru sannleikann í tæka tíð til að njóta fullkominna fjölskyldujóla?