9. nóvember
Þú uppgötvar aldrei sjálfa þig ef þú týnir þér í einhverjum öðrum.
Þú uppgötvar aldrei sjálfa þig ef þú týnir þér í einhverjum öðrum.
Flókið fjölskyldudrama og óvænt rómantík undir Miðjarðarhafssólu. Catherine Swift er drottning ástarsagnanna og hefur trónað á toppi metsölistanna í áratugi. Hennar eigið ástarlíf hefur ekki verið eins farsælt og hefur það valdið álagi á samband hennar við dæturnar tvær. En nú skal bæta úr því.
Rithöfundurinn Lowen Ashleigh er í fjárhagskröggum þegar hún fær tilboð sem hún getur ekki hafnað. Jeremy Crawford, eiginmaður metsöluhöfundarins Verity Crawford, ræður Lowen til að klára síðustu bækurnar í afar vinsælum bókaflokki sem rúmföst eiginkona hans er ekki fær um að ljúka.
Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.
Titill | Höfundur | Útgefandi | Lýsing |
---|---|---|---|
Brúðkaup í Paradís | Sarah Morgan | Björt bókaútgáfa - Bókabeitan | Flókið fjölskyldudrama og óvænt rómantík undir Miðjarðarhafssólu. Catherine Swift er drottning ástarsagnanna og hefur trónað á toppi metsölistanna í áratugi. Hennar eigið ástarlíf hefur ekki verið eins farsælt og hefur það valdið álagi á samband hennar við dæturnar tvær. En nú skal bæta úr því. |
Fjölskylda fyrir byrjendur | Sarah Morgan | Björt bókaútgáfa - Bókabeitan | Flora Donovan er í draumastarfinu, einhleyp í New York og hefur aldrei fundist hún tilheyra neins staðar þar til hún kynnist Jack Parker og dætrum hans, Izzy og Molly. Nýja sambandið reynist Floru mikil áskorun því draugar fortíðar gætu eyðilagt allt sem hana hefur dreymt um. Dásamleg saga um ást, vináttu, sorg, fjölskyldulíf og fyrirgefningu. |
Sumar í strandhúsinu | Sarah Morgan | Björt bókaútgáfa - Bókabeitan | Þegar meistarakokkurinn Cliff Whitman deyr í bílslysi breytast aðstæður Joönnu Whitman á svipstundu. Þrátt fyrir skilnað vegna síendurtekins framhjáhalds er áhugi slúðurblaðamanna á henni enn sá sami. Þegar hún kemst að því að unga konan sem var með fyrrverandi eiginmanni hennar í bílnum er ólétt, finnur Joanna sig knúna til að bregðast við. |
Veðurteppt um jólin | Sarah Morgan | Björt bókaútgáfa - Bókabeitan | Fjölskyldujól og óvæntur gestur! Miller-systkinin; Ross, Alice og Clemmie eru á leið heim til foreldra sinna yfir jólin. Lucy Clarke sér fram á mögulegan starfsmissi í nýársgjöf – nema hún geti fengið Ross Miller í samstarf. Þegar Lucy birtist á tröppunum hjá Miller-fjölskyldunni halda þau að hún sé kærasta Ross og taka henni fagnandi. |
Verity | Colleen Hoover | Björt bókaútgáfa - Bókabeitan | Rithöfundurinn Lowen Ashleigh er í fjárhagskröggum þegar hún fær tilboð sem hún getur ekki hafnað. Jeremy Crawford, eiginmaður metsöluhöfundarins Verity Crawford, ræður Lowen til að klára síðustu bækurnar í afar vinsælum bókaflokki sem rúmföst eiginkona hans er ekki fær um að ljúka. |
Vetrarfrí í Hálöndunum | Sarah Morgan | Björt bókaútgáfa - Bókabeitan | Í huga systranna Samönthu og Ellu Mitchell eru jólin dýrmætasti tími ársins, hátíð kærleika og samveru. Umfram allt eru þær þó að bæta upp fyrir jólin sem þær fengu ekki að njóta í æsku. |
Þessu lýkur hér | Colleen Hoover | Björt bókaútgáfa - Bókabeitan | Stundum er það sá sem maður elskar mest sem særir dýpst. Lífið hefur ekki alltaf verið Lily auðvelt og hún hefur þurft að leggja hart að sér. Hún komst frá smábænum sem hún ólst upp í, útskrifaðist úr háskóla, flutti til Boston og stofnaði eigið fyrirtæki. Þegar hún kynnist heila- og taugaskurðlækninum Ryle virðist lífið hreinlega of gott ... |