Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Þín eigin saga Nýi nemandinn

Forsíða kápu bókarinnar

Dag einn, þegar þú ert á leiðinni í skólann, rekstu á snareðlu sem felur sig í runna. Ætlarðu að flýja eða taka hana með þér í kennslustund? Þú ræður hvað gerist! Þetta er tíunda bókin í þessum vinsæla bókaflokki þar sem lesandinn ræður ferðinni. Hér spinnur Ævar Þór þráð úr bók sinni Þitt eigið tímaferðalag.

Þín eigin saga: Nýi nemandinn fjallar um krakka, kennara, snareðlu í hettupeysu − og ÞIG. Því þú ræður hvað gerist!

Mundu bara að ef sagan endar illa má alltaf reyna aftur – það eru mörg mismunandi sögulok!

Bækur Ævars Þórs Benediktssonar þar sem lesandinn ræður ferðinni hafa notið gríðarlegra vinsælda á undanförnum árum. Hér spinnur hann þráð úr bók sinni Þitt eigið tímaferðalag í stuttum köflum og aðgengilegum texta sem hentar byrjendum í lestri.

Evana Kisa myndlýsir.