Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Paddington

Sagan um litla björninn úr frumskógum Perú

Forsíða kápu bókarinnar

Sögurnar um bangsann Paddington hafa skemmt börnum um allan heim í meira en sextíu ár.

Í þessari bók er upprunalega sagan um litla skógarbjörninn úr frumskógum Perú í glæsilegri útgáfu, líflega myndskreytt.

Paddington var laumafarþegi á skipi til Englands og kom á Paddington-brautarstöðina í London með litla ferðatösku, hálftóma krukku með marmelaði og miða um hálsinn sem á stóð:

„Vinsamlega passið þennan björn. Kærar þakkir.“

„Ég hef alltaf borið djúpa virðingu fyrir Paddington ... Hann er bresk þjóðargersemi.“ – Stephen Fry