Höfundur: Jakob F. Ásgeirsson

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Bestu vinir Fyrsta Múmínbókin mín Tove Jansson Ugla Múmínsnáðinn er dapur í bragði. Snúður, besti vinur hans, er farinn. Hann er aldrei í Múmíndal á veturna. Múmínsnáðinn er alltaf leiður þegar Snúður fer. En sem betur fer á hann fleiri vini ... Ein af hinum sívinsælu myndabókum sem byggðar eru á sögum Tove Jansson.
Bíb-bíb! Depill á ferðinni Bók með hljóðum Eric Hill Ugla Bíb-bíb! Hér kemur Depill á leikfangabílunum sínum. Komdu út að leika í uppáhaldsfarartækjunum hans Depils. Og ýttu á takkana til að heyra í þeim hljóðið.
Depill á brunabílnum Hljóðbók með blikkandi ljósum Eric Hill Ugla Ba-bú! Ba-bú! Komdu í skemmtilega heimsókn með Depli á slökkvistöðina!
Depill á jólunum Flipabók Eric Hill Ugla Eftirlætis flipabækur barnanna! Það er kominn tími til að skreyta jólatréð! Kíktu á bak við flipana og þú kemst í sannkallað hátíðarskap.
Depill á ströndinni Flipabók Eric Hill Ugla Það er kominn tími til að skreyta sandkastalann á ströndinni ... En hvar er Depill? Hvað skyldi leynast á bak við flipana í fjörunni?
Depill – Bók og bangsi í kassa Eric Hill Ugla Hvar er Depill? Í þessu fyrsta ævintýri Depils geta börnin tekið þátt í leitinni að hinum fjöruga og skemmtilega hvolpi með því að lyfta flipunum á hverri síðu og athuga hvað leynist undir þeim. Eftirlætis flipabók allra barna í fallegum gjafakassa ásamt krúttlegum og mjúkum Depils-bangsa.
Depill heimsækir afa og ömmu Eric Hill Ugla Í þessari bók fer hvolpurinn fjörugi og skemmtilegi í heimsókn til afa og ömmu. Lyftið flipunum til að sjá hvað Depill og afi og amma gerðu sér til skemmtunar.
Depill í leikskólanum Eric Hill Ugla Ávaxtastundin er að hefjast ... En hvar er Depill? Lyftu flipunum og gáðu hvað þú sérð! Í þessari skemmtilegu bók bregður hvolpurinn fjörugi sér á leik í leikskólanum.
Depill kann að telja Eric Hill Ugla Lærum að telja frá einum upp í tíu með Depli, hundinum ástsæla. Hvað eru dýrin á bændabýlinu mörg? Lyftu flipunum og það kemur í ljós! Bækurnar um Depil eru eftirlætis flipabækur barnanna.
Depill – Límmiðabók Eric Hill Ugla Í þessari bók er fjöldi skemmtilegra mynda sem börnin geta skreytt enn frekar með límmiðum. Þeim er boðið með Depli út að leika í snjónum, rigningunni, rokinu og sólskininu. Þau fara líka með Depli og vinum hans að máta búninga fyrir grímuball. Allt fullt af límmiða-GAMNI!
Depill – Stóra límmiðabókin í fríið Eric Hill Ugla Alls konar verkefni sem halda vinum Depils glöðum og kátum í fríinu. Og allir fá gullstjörnu fyrir rétt svör! Í þessari bók eru ótal límmiðar, myndir til að lita og skemmtilegar þrautir. – Slástu í för með Depli og vinum hans í frábæru límmiða-gamni!
Depill úti í rigningu Eric Hill Ugla Það er farið að rigna! Tilvalið að fara út og hoppa í pollunum – en hvar er Depill? Lyftu flipunum og láttu koma þér skemmtilega á óvart ... Hundurinn Depill er vinur allra barna enda erfitt að finna fjörugri og skemmtilegri hvolp.
Depill úti í snjó Brúðubók Eric Hill Ugla Fingrabrúða af Depli er áföst bókinni og skýtur upp kollinum á hverri síðu. – Þegar snjóar fara allir út að leika sér! Komdu út að leika með Depli í snjónum og leiktu með skemmtilegu fingrabrúðunni.
Elmar – Gjafasett Bók og bangsi David McKee Ugla Gjafasett með með hinni sígildu bók um Elmar og krúttlegum Elmar-bangsa. Elmar er ekki grár eins og aðrir fílar ... Elmar er litskrúðugur – í regnbogalitum!
Ég njósna með Múmínsnáðanum Tove Jansson Ugla Múmínsnáðinn njósnar um alls konar hluti á göngu sinni um Múmíndal. Snúðu hjólinu á hverri opnu til að koma auga á allt sem hann sér — í garðinum, við ána og á ströndinni. Ein af hinum sívinsælu myndabókum sem byggðar eru á sögum Tove Jansson.
Fyrstu 100 orð Depils Flipabók Eric Hill Ugla Eftirlætis flipabækur barnanna! Það er gaman að læra fyrstu 100 orðin með Depli og vinum hans í þessari fallegu og litskrúðugu flipabók. Á hverri opnu er margt skemmtilegt að uppgötva.
Góða nótt, Múmínsnáði Fyrsta Múmínbókin mín Tove Jansson Ugla Það er komið langt fram yfir háttatíma á Múmínheimilinu en Múmínsnáðinn getur bara ekki sofnað. Sem betur fer kann Múmínfjölskyldan ýmis ráð til að hjálpa honum að svífa inn í draumalandið. Ein af hinum sívinsælu myndabókum sem byggðar eru á sögum Tove Jansson.
Hugrekki Fyrsta Múmínbókin mín Tove Jansson Ugla Fullkominn sumardagur til að fara í sjóinn á ströndinni. En Múmínsnáðinn er hræddur við að fá vatn í eyrun. Hann vildi óska þess að hann væri hugrakkari. Mun Múmínsnáðinn læra að skilja að hræðsla er hluti af því að vera hugrakkur?
Hundurinn Depill Eric Hill Ugla Litlar hendur elska þessa yndislegu hvolpalegu bók! Slástu í för með Depli þar sem hann skemmtir sér með vinum sínum og sjálfum sér – hvort sem sólin skín eða það rignir.
Hvar er Depill? Eric Hill Ugla Í þessu fyrsta ævintýri Depils taka börnin þátt í leitinni að hinum fjöruga og skemmtilega hvolpi með því að lyfta flipunum á hverri síðu og athuga hvað leynist undir þeim. Bækurnar um Depil eru eftirlætis flipabækur barnanna.
Ingvar Vilhjálmsson Athafnasaga Jakob F. Ásgeirsson Ugla Ingvar Vilhjálmsson er eitt af stóru nöfnunum í sögu sjávarútvegs á Íslandi á tuttugustu öld. Um hálfrar aldar skeið rak hann eitt stærsta fyrirtæki landsins, Ísbjörninn á Seltjarnarnesi og í Reykjavík. Í þessari bók er leitast við að gefa heildarmynd af umsvifum þessa stórbrotna athafnamanns.
Jökulsævintýrið Sagan af því er Loftleiðamenn björguðu bandarískri skíðaflugvél af Vatnajökli árið 1951 Jakob F. Ásgeirsson Ugla Þegar erfiðleikar steðjuðu að flugfélaginu Loftleiðir um miðja 20. öld tóku Loftleiðamenn sig til og grófu upp úr Vatnajökli DC-3 flugvél sem Bandaríkjaher hafði orðið að skilja eftir ári fyrr við björgun áhafnarinnar á Geysi. Hér er saga leiðangursins rakin í máli og myndum með dagbókarfærslum Alfreðs Elíassonar og ljósmyndum Árna Kjartanssonar .
Múminsnáðinn Tove Jansson Ugla Slástu í för með Múmínsnáðanum þar sem hann leitar að dýrgripum með Snabba, siglir niður ána með Snúði og hlustar á Múmínpabba segja sögur af sjónum. Hver dagur er ævintýri í Múmíndal! Ljúf og heillandi saga á bók sem er í laginu eins og Múmínsnáðinn.
Múmínálfarnir - Stóra flipabókin Tove Jansson Ugla Velkomin í Múmíndal!Lyftu flipunum á hverri blaðsíðu í þessari RISA bók og kynnstu Múmínálfunum, uppgötvaðu liti og tölur og finndu líka fyrstu orðin.Og síðan, eftir viðburðaríkan og skemmtilegan dag, segirðu góða nótt við Múmínálfahúsið ...
Múmín mallakútur 1, 2, 3 Tove Jansson Ugla Teljum frá 1 upp í 10 með þessari skemmtilegu harmónikubók. Skarpar litaandstæður og mynstur gera þessa bók að fullkominni skemmtun fyrir litla mallakúta.
Múmínsnáðinn úti í náttúrunni Toga-og-leita ævintýri Tove Jansson Ugla Múmínsnáðinn fer út að leita að Snúði vini sínum. Hvar gæti hann verið? Í þessari bók er hægt að toga út myndir úr ævintýraferð Múmínsnáðans og skoða hinn dásamlega heim Múmíndals.
Múmínsnáðinn úti í roki Tove Jansson Ugla Hviss! Ó, nei! Vindurinn feykir öllu burt í Múmíndal. Lyftið flipunum og hjálpið Múmínsnáðanum og vinum hans að finna það sem fauk burt. Ein af hinum sívinsælu myndabókum sem byggðar eru á sögum Tove Jansson.
Paddington Sagan um litla björninn úr frumskógum Perú Michael Bond Ugla Sögurnar um bangsann Paddington hafa skemmt börnum um allan heim í meira en sextíu ár. Í þessari bók er upprunalega sagan um litla skógarbjörninn úr frumskógum Perú í glæsilegri útgáfu, líflega myndskreytt.