Niðurstöður

  • Jakob F. Ásgeirsson

Bíb-bíb! Depill á ferðinni

Bók með hljóðum

Bíb-bíb! Hér kemur Depill á leikfangabílnum sínum. Komdu út að leika í uppáhaldsfarartækjunum hans Depils. Og ýttu á takkana til að heyra í þeim hljóðið.

Depill kann að telja

Lærum að telja frá einum upp í tíu með Depli, hundinum ástsæla. Hvað eru dýrin á bændabýlinu mörg? Lyftu flipunum og það kemur í ljós! Bækurnar um Depil eru eftirlætis flipabækur barnanna.

Depill úti í snjó

Brúðubók

Fingrabrúða af Depli er áföst bókinni og skýtur upp kollinum á hverri síðu. – Þegar snjóar fara allir út að leika sér! Komdu út að leika með Depli í snjónum og leiktu með skemmtilegu fingrabrúðunni.

Ég njósna með Múmínsnáðanum

Múmínsnáðinn njósnar um alls konar hluti á göngu sinni um Múmíndal. Snúðu hjólinu á hverri opnu til að koma auga á allt sem hann sér — í garðinum, við ána og á ströndinni. Ein af hinum sívinsælu myndabókum sem byggðar eru á sögum Tove Jansson.

Góða nótt, Múmínsnáði

Fyrsta Múmínbókin mín

Það er komið langt fram yfir háttatíma á Múmínheimilinu en Múmínsnáðinn getur bara ekki sofnað. Sem betur fer kann Múmínfjölskyldan ýmis ráð til að hjálpa honum að svífa inn í draumalandið. Ein af hinum sívinsælu myndabókum sem byggðar eru á sögum Tove Jansson.

Hundurinn Depill

Litlar hendur elska þessa yndislegu hvolpalegu bók! Slástu í för með Depli þar sem hann skemmtir sér með vinum sínum og sjálfum sér – hvort sem sólin skín eða það rignir.

Hvar er Depill?

Í þessu fyrsta ævintýri Depils taka börnin þátt í leitinni að hinum fjöruga og skemmtilega hvolpi með því að lyfta flipunum á hverri síðu og athuga hvað leynist undir þeim. Bækurnar um Depil eru eftirlætis flipabækur barnanna.

Múmín mallakútur

1, 2, 3

Teljum frá 1 upp í 10 með þessari skemmtilegu harmónikubók. Skarpar litaandstæður og mynstur gera þessa bók að fullkominni skemmtun fyrir litla mallakúta.

Múmínsnáðinn úti í náttúrunni

Toga-og-leita ævintýri

Múmínsnáðinn fer út að leita að Snúði vini sínum. Hvar gæti hann verið? Í þessari bók er hægt að toga út myndir úr ævintýraferð Múmínsnáðans og skoða hinn dásamlega heim Múmíndals.