Skipið úr Ísfirði

Forsíða kápu bókarinnar

Glæpasaga sem gerist á Grænlandi.

Sika Halsund syrgir guðföður sinn sárt eftir að hann deyr í eldsvoða. Þegar kemur í ljós að um íkveikju var að ræða fer Sika að grafast fyrir um orsakirnar. Hún uppgötvar óvænt tengsl milli eldsvoðans, innbrots í Illulissat-kirkjuna og dularfulls andláts fjarri Grænlandi.

Blaðamaðurinn Þormóður Gíslason reynist einnig vera að rannsaka málið en út frá öðrum forsendum. Þegar þau Sika taka höndum saman komast þau á snoðir um eldfimmt leyndarmál sem kann að tengjast rannsóknum guðföður Siku á heimsstyrjaldarárunum síðari Grænlandi.

Skipið úr Ísfirði er þriðja bókin um Sika Haslund í sjálfstæðum flokki glæpasagna sem gerast á Grænlandi eftir danska rithöfundinn Ninu von Staffeldt. Fyrri bækurnar tvær eru Frosin sönnunargögn, sem hlaut verðlaun Det Danske Kriminalakademis sem besta frumraun ársins, og Svarti engillinn.

„Sika Haslund er alvöru – hún er grænlensk, hún er dönsk, hún er pirrandi og stundum fyndin og stundum líka eiturskörp en hún er fyrst og fremst manneskja. Og hún er frábær kynning á Grænlandi.“ – Politiken

Ninu von Staffeldt hefur tekist „á sannfærandi hátt að skrifa Grænland inn í hið svokallaða Nordic Noir“. –AG/Atuagagdliutit