Skrifað í skýin
Þegar Morag MacIntyre neyðist til að nauðlenda lítilli flugvél í fárviðri á einangraðri eyju þar sem enginn býr nema einn fýldur karl, nokkrar hænur og ein geit breytist allt. Sambandslaus við umheiminn verður Morag að staldra við og horfast í augu við að mögulega hefði hún gott af því að komast í svolítið jarðsamband.
Nýr bókaflokkur eftir skoska metsöluhöfundinn Jenny Colgan, en hugljúfar bækur hennar hafa slegið í gegn hjá íslenskum lesendum.