Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Svarti engillinn

  • Höfundur Nina von Staffeldt
  • Þýðandi Lára Sigurðardóttir
Forsíða bókarinnar

Karlmaður finnst myrtur í báti á reki við Norður-Grænland. Í farmi bátsins reynist vera mikið magn af hvítabjarnarskinni og náhvala- og rostungstönnum. Við fyrstu sýn virðist hér um að ræða smyglvarning og afrakstur ólöglegra veiða. Önnur bókin um Sika Haslund og blaðamanninn Þormóð Gíslason í sjálfstæðum flokki glæpasagna sem gerast á Grænlandi.

Í Kína seljast hvítabjarnarskinn á háu verði og verð á tönnum rostunga og náhvala hefur rokið upp eftir að skorin var upp herör gegn veiðiþjófum í Afríku. Umhverfisverndarsamtök láta í sér heyra — og Sika Haslund reynir að afstýra því að málið skaði orðspor Grænlands erlendis og þar með ferðaþjónustuna. Í kjölfarið fer Sika að rannsaka málið ásamt Þormóði. Þau komast fljótt að því að maðkur er í mysunni ...

Fyrsta bókin í þessu flokki glæpasagna eftir danska rithöfundinn Ninu von Staffeldt, Frosin sönnunargögn, hlaut verðlaun Det Danske Kriminalakademis sem besta frumraun ársins 2016.

„Sika Haslund er alvöru – hún er grænlensk, hún er dönsk, hún er pirrandi og stundum fyndin og stundum líka eiturskörp en hún er fyrst og fremst manneskja. Og hún er frábær kynning á Grænlandi.“ – Politiken

„Ég hlakka til að lesa meira um Sika Haslund, því Svarti engillinn er ein af bestu og frumlegustu spennuskáldsögum ársins.“ – bogpusheren.dk

„Heilsteypt og vel gerð glæpasaga í klassískum stíl ... mann langar jafnvel til að lesa hana strax aftur.“ – Weekendavisen